Menu

head2

Í listmeðferð fyrir einstaklinga með námserfiðleika er unnið á sama hátt og almennt í listmeðferð en að auki er lögð áhersla á þætti sem tengjast námi.

Börn og fullorðnir með námserfiðleika þurfa oft að glíma við flóknar tilfinningar í tengslum við nám. Tilfinningar tengdar því að ná ekki tökum á viðfangsefninu, að geta ekki fylgt jafnöldrum, að vera “öðruvísi” geta gert námið enn erfiðara. Sjálftraustið getur einnig beðið hnekki vegna námsörðugleika.

Í listmeðferð er listsköpun skjólstæðingsins viðurkennd eins og hún er. Engin getur gert mistök. Þannig byggist upp sjálfstraust við listsköpunina og í tengslunum einstaklingsins við listmeðferðarfræðinginn, sem leitast við að sýna skilning og hvatningu.

Í listmeðferð fyrir einstaklinga með námsörðugleika er unnið með tilfinningar sem hafa áhrif á nám og líðan. Jafnframt því að vinna eftir listmeðferðarkenningum er stuðst við aðferð sem kallast “kennslu meðferð” (educational therapy).

Einstaklingum með námserfiðleika gagnast oft betur að vinna út frá myndrænni hugsun en orðum og því hentar listmeðferð vel fyrir einstaklinga með námsörðugleika.


Ummæli móður 11 ára drengs:

“Sonur minn er með lesblindu og hefur verið hjá Unni um tíma. Hann er mjög ánægður hjá henni og þegar hún sýndi honum hvernig hann gæti nýtt sér myndlistina og enskuna saman, þá ljómaði hann þegar tíminn var búinn.”

FaLang translation system by Faboba