Menu

head4

unnurDr. Unnur G. Óttarsdóttir hefur starfað við listmeðferð á ýmsum stofnunum og á eigin listmeðferðarstofu frá 1991. Börnum er vísað í listmeðferð m.a. af geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, námsráðgjöfum, sérkennurum og almennum kennurum. Einnig leita foreldrar þangað með börn sín. Fullorðnir sækja einnig listmeðferð.


Unnur hefur lokið doktorsprófi í listmeðferð frá University of Hertfordshire í Englandi, meistaraprófi frá Pratt Institute í New York og kennaraprófi (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Hún er með löggildingu (registered ATR) Félags listmeðferðarfræðinga í Ameríku (AATA).

Unnur hefur þróað og rannsakað listmeðferðarform þar sem listræn tjáning er nýtt sem meðferðar- og námsaðferð. Hún hefur skrifað fræðigreinar um það efni og stundað rannsóknir á sviði listmeðferðar í ReykjavíkurAkademíunni. Unnur hefur einnig sérhæft sig í listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum.

Unnur er formaður Félags listmeðferðarfræðinga á Íslandi (FLÍS). Hún sat í starfshóp Háskólans á Akureyri fyrir hönd FLÍS þar sem fjallað var um nám í listmeðferð.

FaLang translation system by Faboba