Menu

head8

Móðir 7 ára stúlku komst svo að orði um listmeðferð sem að dóttir hennar hafði lokið:

“. . í stuttu máli sagt, þá gengur allt alveg rosalega vel hjá stúlkunni. Hún er eitt sólskins bros.

En þú spurðir um hvað ég hefði hugsað um meðferðina og hverju ég hefði átt
von á þegar við byrjuðum hjá þér [móðirin var viðstödd hluta meðferðarinnar]. Ég get sagt þér eins og er að ég vissi í raun ekkert að hverju ég gekk, hafði lítið heyrt um "listmeðferð", en var ákveðin í að vera jákvæð, því eins og staðan var, þá gekki lífið einfaldlega ekki upp. Maðurinn minn hafði meiri trú á lyfjunum sem hún var á, en ég hafði meiri trú á samskiptunum. Hins vegar verð ég að segja að ég
áttaði mig kannski ekki alveg fyrstu tímana á því hvað var að gerast,
fannst hún tala lítið og hafði einhvern veginn búist við að þú værir með einhvern
"galdrasprota" og gætir töfrað fram algjört málæði hjá henni og hún gæti þá sagt þér á nokkrum tímum hvað væri að. Ég áttaði mig hins vegar fljótt á að þannig gengi það ekki fyrir sig og allt hefði sinn tíma. Ég fór að sjá hvernig hún smá saman opnaði sig og allt varð auðveldara. Ég ákvað þá strax að nota allan þann tíma sem þyrfti, ekki að þrýsta neinu í gegn. Ég fann líka að ég hafði rosalega gott af því að vera með, tjáskipti okkar urðu miklu auðveldari.
Ef ég væri spurð hvort ég myndi gera þetta aftur ef ég lenti aftur í sömu
aðstöðu, þá er ekki spurning að svarið væri jákvætt. Ég myndi leggja ríka áherslu við
alla að láta meðferðina taka þann tíma sem þarf.

FaLang translation system by Faboba